Öll hafa upplifað kynferðisofbeldi

Þeir sem leita sér aðstoðar hjá Stígamótum til að komast úr viðjum vændis og mansals eiga eitt sameiginlegt: öll eru þau fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Þetta segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta.

Fyrir nokkrum mánuðum opnuðu Stígamót Kristínarhús, sem er athvarf fyrir konur sem hafa verið seldar mansali eða stundað vændi og að sögn Guðrúnar eru þær á annan tuginn sem hafa nýtt sér úrræðið. Hún leggur áherslu á að stutt er á milli mansals, vændis og kláms og erfitt að greina þar á milli.

Guðrún segir að Ísland sé framarlega hvað varðar lagasetningu á þessu sviði, en að henni mætti fylgja betur eftir.  

„Við vorum ekki lítið stoltar af því að það ætti að loka búðunum sem selja kynferðislegan aðgang að fólki á Íslandi. En þessum lögum er ekki framfylgt og það væri fróðlegt að heyra lögreglustjóra útskýra það,“ segir Guðrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert