Vel heppnað ofurhlaup

Mt. Esja Ultra ofurhlaupið fór fram í gær. Það var í fyrsta skiptið sem hlaupakeppnin var haldin. Boðið var upp á þrjár vegalengdir, tvo, fimm eða tíu hringi upp að Steini á Esjunni.

Að sögn skipuleggjenda gekk allt vel en hlaupið var ætlað vönum hlaupurum.

85 hlauparar af 87 skráðum luku hlaupinu.

Sigurvegari kvenna í tveimur ferðum var Eva Skarpaas á tímanum 1:49.35 klst. en Björn Margeirsson kom fyrstur í mark í karlaflokki á 1:27.50 klst.

Í fimm ferðum var Birna Varðardóttir fyrst kvenna á tímanum 5:39.41 en Friðleifur Friðleifsson var fyrstur í karlaflokki á tímanum 4:07.23.

Þorlákur Jónsson kom fyrstur í mark eftir tíu ferðir á tímanum 11:27.53 klst. en allir fjórir keppendurnir sem skráðir voru í tíu ferðir kláruðu innan tímamarka.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert