Alelda bíll á Siglufjarðarvegi

Jepplingur stendur í ljósum logum á veginum til móts við bæinn Neðri-Ás III í Hjaltadal sem er í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki. Slökkvilið er komið á staðinn en að sögn sjónarvotts er bíllinn ónýtur. Íslenskir ferðamenn sem honum óku komust að hans sögn út úr bílnum ómeiddir.

„Bíllinn er að brenna til kaldra kola,“ segir Rakel Kristinsdóttir sem er á staðnum. Hún segir veginn lokaðan. „Það heyrðust miklar sprengingar og svartan reyk leggur yfir allt.“

Hún telur að enginn hafi meiðst og segir að slökkvilið sé á leið á staðinn. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í vél bílsins.

Sjá framhald málsins í þessari frétt: Allt brunnið sem brunnið gat

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert