Fleiri kríuungar komast á legg

Í ár hafa um þúsund kríuungar verið merktir á Suðausturlandi.
Í ár hafa um þúsund kríuungar verið merktir á Suðausturlandi. mbl.is/Ómar

Árið ætlar að vera sérlega gott fyrir kríustofninn og er það aðallega að þakka góðu framboði af æti.

Brynjúlfur Brynjólfsson hjá fuglaathugunarstöð Suðausturlands hefur fylgst vel með fuglalífi á svæðinu síðustu ár og segir ástandið þar einkar gott sem og á Norðausturlandi. „Ástandið er mjög gott á þessum slóðum en það er talað um að það sé heldur lakara á Vestfjörðum og þá sérstaklega við Faxaflóa og á Breiðafirði,“ segir Brynjúlfur í Morgunblaðinu í dag.

„Fleiri kríuungar komast á legg en hefur verið undanfarin ár. Í ár höfum við til dæmis merkt um þúsund unga en það hefur aðeins gerst einu sinni áður hjá okkur. Þrátt fyrir að árið í fyrra hafi verið ágætt þá merktum við þó aðeins um 300 til 400 unga,“ segir Brynjúlfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert