Eigandi Strawberries einn í haldi

Aðeins einn maður er enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á ætlaðri sölu og milligöngu vændis á skemmtistaðnum Strawberries. Sex voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fimm þeirra hefur verið sleppt og sætir nú aðeins eigandi staðarins varðhaldi.

Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögregla handtók fimm manns á staðnum í síðasta mánuði og lokaði honum í kjölfarið. Nokkrum dögum síðar var einn til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknarinnar. 

Til rannsóknar voru grunsemdir sem vöknuðu um ætlaða sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanns og starfsmanna Strawberries undanfarna mánuði og jafnvel misseri. 

Þá voru þrír einstaklingar handteknir á staðnum grunaðir um kaup á vændi og ein kona vegna grunsemda um sölu fíkniefna. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni.

Í gær var greint frá því að lögmaður eiganda Strawberries hefði verið gert að segja sig frá málinu vegna þess að nafn hans kom upp við rannsókn málsins. Karl Steinar sagðist hins vegar ekki geta upplýst um þátt einstakra einstaklinga.

Gert að segja sig frá vændismáli

Fimm í gæsluvarðhald

Handteknir grunaðir um vændiskaup

Konur, kampavín og kynlíf eiga betra skilið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert