Vilja hækka laun bæjarfulltrúa

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Nokkrir bæjarfulltrúar í Kópavogi munu leggja fram tillögu til bæjarstjórnar Kópavogs í dag um að hækka starfshlutfall bæjarfulltrúa úr 27% af þingfararkaupi í 100%, sem myndi þýða um 630 þúsund króna mánaðarlaun fyrir kjörna fulltrúa í Kópavogi.

Í bréfi sem Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, ritar segir: „Starfshlutfall bæjarfulltrúa er nú 27% af þingfararkaupi og hefur haldist nánast óbreytt á meðan umfang starfsins hefur margfaldast. Það eru því mun ríkari kröfur gerðar til kjörinna fulltrúa um eftirlit með starfsemi bæjarins nú en áður.“

Samkvæmt heimildum mbl.is mun kostnaður bæjarins hækka um hátt í 100 milljónir króna ef tillagan verður samþykkt.

Þá er gert ráð fyrir að breytingin taki gildi frá áramótum 2015 og að gera skuli ráð fyrir kostnaði við breytinguna í fjárhagsáætlun fyrir það sama ár.

Að tillögunni standa þau Hjálmar Hjálmarsson, Karen Halldórsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ómar Stefánsson, Pétur Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir.

Fundur bæjarstjórnar Kópavogs hefst klukkan 16.

Tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa.
Tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert