Drónin koma heim

Flestir tengja drón við umdeilda baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkamönnunum í Mið-Austurlöndum. Borgaralegum drónum í einkaeigu fer hins vegar stöðugt fjölgandi og gert er ráð fyrir að iðnaður í kringum tæknina geti orðið risavaxinn í ljósi þess að notkunarmöguleikar dróna eru nánast óteljandi. 

Bandaríska flugumferðareftirlitið gerir ráð fyrir að um 10.000 drón muni sveima um bandaríska lofthelgi árið 2017. Áhættufjárfestar hafa jafnframt aukið framlög sín gríðarlega til sprotafyrirtækja sem sérhæfa sig í þróun drónatækni. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af því að mikil fjölgun dróna í einkaeigu á himni muni leiða af sér umfangsmikið eftirlitssamfélag.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað ýtarlega um framtíð drónaiðnaðar og ýmis álitamál sem tengjast tækninni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka