Flugvél hvarf á leið frá Íslandi

Frá Grænlandi
Frá Grænlandi mbl.is/Rax

Leit er að hefjast á Grænlandi að lítilli einkaflugvél sem ekkert hefur spurst til síðan í gær. Vélin var á leið frá Keflavík og átti að lenda í Kulusuk klukkan 14 að staðartíma í gær. 

Björgunarþyrla er að fara í loftið á Grænlandi en mjög slæmt veður var á flugleiðinni í gær og auk þess er vélin án ratsjár, samkvæmt frétt grænlenska útvarpsins (KNR). 

KNR hefur ekki fengið upplýst hjá dönsku flugumferðarstjórninni (NaviAir) hversu margir voru um borð í flugvélinni.

Camilla Hegnsborg hjá NaviAir segir í samtali við KNR að flugmaðurinn hafi verið í sambandi við flugumsjón skömmu áður en hann átti að lenda í Kulusuk. Þegar vélin kom ekki til lendingar á réttum tíma var stjórnstöð björgunarmála virkjuð. Mikil þoka og rok var á þessu svæði og því þurfti af fresta leit þar til í morgun. Hegnsborg segir að flugmálayfirvöld hafi nokkuð góðar upplýsingar um á hvaða svæði vélin kunni að hafa lent. 

Frétt KNR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert