Formaður LH sagði af sér

Frá landsmóti hestamanna í sumar.
Frá landsmóti hestamanna í sumar. Eggert Jóhannesson

Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, sem og öll stjórn sambandsins, sagði af sér á Landsþingi LH sem stendur nú yfir á Selfossi.

Þetta staðfestir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamanna í Skagafirði í samtali við mbl.is.

Haraldur og stjórn LH hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að ákveða að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Sprett varðandi landsmót hestamanna 2016. Vakti það mikla óánægju meðal hestamanna í Skagafirði en undirrituð hafði verið viljayfirlýsing þess efnis, að landsmótið 2016 yrði haldið á Vindheimamelum í Skagafirði, fyrr á árinu.

Að sögn Jónínu var verið var að undirbúa tillögu um vantraust á Harald áður en hann sagði af sér fyrr í dag.

„Þetta gerðist bara fyrir nokkrum mínútum. Það fór fram atkvæðagreiðsla um að draga til baka þá tillögu að ganga til viðræðna um landsmótið við Sprett. Við sigruðum í atkvæðagreiðslunni með rúmlega 20 atkvæða mun og Haraldur sagði af sér í kjölfarið,“ segir Jónína sem segist vera ánægð með niðurstöðu kosninganna.

„Mér fannst þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur. Vonandi verður þetta lærdómur fyrir næstu stjórn að vinna aldrei svona,“ bætir Jónína við.

Landsþinginu hefur nú verið frestað til 8. nóvember. „En mér finnst þetta gott hjá Haraldi, ég veit ekki hvernig hann hefði ætlað að starfa áfram annars.“

LH fylg­ir ekki eig­in regl­um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka