Hanna Birna erlendis í fríi

Hanna Birna sést hér yfirgefa innanríkisráðuneytið ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, …
Hanna Birna sést hér yfirgefa innanríkisráðuneytið ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á föstudagskvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gegnir nú embætti innanríkisráðherra í fjarveru Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi ráðherra, á meðan hún er í fríi erlendis. Þetta staðfestir aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar en honum er ekki kunnugt hversu lengi Hanna Birna verður fjarverandi.

Hanna Birna sagði af sér sem innanríkisráðherra fyrir helgi en hún er lögformlega áfram ráðherra þar til formleg ráðherraskipti hafa farið fram.

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur sagt að honum finnist mikilvægt að Hanna Birna komi fyrir nefndina til að gera grein fyrir samskiptum sínum við Alþingi í tengslum við lekamálið þegar álit umboðsmanns Alþingis um samskipti hennar við fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins liggur fyrir. Óvíst er hins vegar hvenær það álit mun liggja fyrir.

Óvíst hvenær niðurstaða liggur fyrir

Mikilvægt að Hanna Birna mæti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert