Fékk á sig brotsjó

Varðskipið Þór var til taks á Austurlandi í nótt og …
Varðskipið Þór var til taks á Austurlandi í nótt og danskt varðskip var fyrir utan Vesturland mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Togari fékk á sig brotsjó 85 sjómílur VSV af Malarrifi og brotnuðu tvær rúður. Nokkur sjór komst inn á gang skipsins, engan sakaði og er annars allt í lagi um borð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni heyrðu þeir í áhöfninni í morgun og amaði ekkert að og eftir bráðabirgðaviðgerð hafi veiðum verið haldið áfram.

Sex flutningaskip eru í vari í Stakksvík vestur af Reykjanesi en togarar sem leituðu vars í Ísafjarðardjúpi eru að hefja veiðar á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert