Mikil viðurkenning frá Sony

Jón Ragnar Jónsson
Jón Ragnar Jónsson Ómar Óskarsson

Jón Jónsson rifti á dögunum samningi sem hann hafði gert við Epic Records sem tilheyrir Sony-samsteypunni. Það þarf kjark til þess að binda enda á tækifæri eins og Jón hafði fengið og hefði getað endað með heimsfrægð. Hann segir að grasið sé þó ekki endilega grænna hinum megin og menn þurfi að vera þakklátir fyrir það sem þeir hafa.

Eftir að samningur var kominn í höfn urðu eftirmál lítil. „Upphafið var í raun ótrúlegt. Við fengum strax að spila fyrir toppinn í fyrirtækinu, sjálfan stjórann,“ segir Jón og vísar þar til L.A. Reid, stjórnarformanns Epic Records og fyrrverandi dómara raunveruleikaþáttarins X-Factor. „Það vantaði einhvern millilið. Það þarf að vera einhver innan fyrirtækisins sem sér um ákveðna tónlistarmenn og sér um að koma sínu fólki á framfæri. En í okkar tilviki var það ekki þannig og ég hugsa að það hafi sett ákveðið strik í reikninginn.“

Nú hefur Jón Jónsson gefið út nýja plötu sem sungin er á íslensku og kom í búðir fyrir skömmu. „Við vorum búnir að taka upp fullt af lögum og senda út. Svo þegar við sáum fyrir endann á þessum samningi ákváðum við að taka upp plötu.“ Fyrirvarinn var stuttur og lentu félagarnir í ýmsu í upptökuferlinu. Meðal annars eyðilagðist harði diskurinn ásamt öllum upptökum af hljóðfærum og grunninum að plötunni. „Það er nokkuð ljóst að einhverjar lukkudísir sáu um okkur þarna,“ segir Jón, því trommuleikarinn, Andri Bjartur, hafði kvöldinu áður óvænt stungið upp á því að gera afrit af upptökunum. 

Í einlægu viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins talar Jón um tónlistina, lífið, fjölskyldu sína en hann eignaðist sitt annað barn á tveimur árum með unnustu sinni Hafdísi Björk Jónsdóttur. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert