Hræin af hrossunum urðuð í Álfsnesi

Frá björgunaraðgerðum í gær.
Frá björgunaraðgerðum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Farið var með hræin af hrossunum sem drukknuðu í Bessastaðatjörn með vörubíl og farið með þau til urðunar í Álfsnesi. Enn er ekki ljóst hvað olli því að hrossin fóru út á ísinn með þessum afleiðingum en að sögn formanns hestamannafélagsins Sóta hafa svona atburðir ekki átt sér stað áður á nesinu, svo vitað sé til.

„Fyrir hönd stjórnar Sóta vil ég þakka öllum þeim aðilum sem komu að þessari aðgerð kærlega fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf. Aðgerðin var í fullu samráði við lögreglu og slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins og farið var eftir öryggisreglum,“ segir í tilkynningu frá Jóhanni Þór Kolbeins, formanni Sóta.

Hann segist einnig vilja koma því á framfæri að þau 37 hross sem tekin voru á hús heil á húfi eftir smölun á Bessastaðanesinu síðastliðinn laugardag séu í mjög góðu standi og vel haldin. „Nóg var af beit fyrir hrossin á Bessastaðanesi og hafa þau gott náttúrlegt skjól af Skansinum á beitilandinu.“

Fréttir mbl.is: 

„Við munum rannsaka málið“

„Þetta eru dýrin okkar og vinir“

Hestarnir allir komnir á þurrt

Tólf hestar undir ísnum í Bessastaðatjörn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert