„Tjáningarfrelsið aðeins fyrir útvalda“

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Eggert

„Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. 

Ásmundur gerði hryðjuverkin í Kaupmannahöfn um helgina að umtalsefni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði hann gildum frelsis og laga verið mótmælt með morðunum, og nú lýsi trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann. 

„Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa. Hér á landi á engin slík umræða sér stað og spurningin hvað við ætlum lengi að skila auðu í þeirri umræðu um öryggi íbúanna,“ sagði hann.

Þá sagði hann tjáningarfrelsið vera fótum troðið og það virðist oft á tíðum aðeins vera fyrir útvalda. 

Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi.

„Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert