Haldið sofandi í öndunarvél

Slökkvilið á vettvangi í Hafnarfirði.
Slökkvilið á vettvangi í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild í dag eftir alvarlegt slys í Hafnarfirði er kominn til meðvitundar og er vakandi samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Hinum drengnum er haldið sofandi í öndunarvél. 

Karlmaður á þrítugsaldri, sem reyndi að koma þeim til bjargar, var einnig fluttur á spítalann en líðan hans er ekki sögð alvarleg. 

Tilkynning um slysið barst rétt eftir klukkan hálfþrjú í dag og voru þá tveir drengir í vandræðum í læknum í Hafnarfirði. Þriðji strákurinn, sem var eldri en hinir tveir, fór út í lækinn til að koma þeim til aðstoðar. Mikill viðbúnaður var á vettvangi, meðal annars fjöldi sjúkrabíla, kafarabíll og dælubíll.

Frétt mbl.is: Alvarlegt slys í Hafnarfriði

Frétt mbl.is: Óvíst um afdrif annars drengsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert