Jafnvel vinskapur innan flokka

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar

Þingfundur er nú hafinn á Alþingi í dag og meðal þeirra sem tekið hafa til máls er Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Sagðist hún þá meðal annars ekki kannast við lýsingu sumra þess efnis að mikið ósætti ríkti innan veggja þingsins.

„Ég tel að góður andi svífi hér yfir vötnum heilt yfir. [Það er hér] vinskapur þvert á flokka - jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja Rafney sem uppskar við þetta nokkurn hlátur meðal þeirra sem á hlýddu.

Til umræðu er dag­skrárliður­inn störf þingsins.

Sagðist Lilja Rafney því næst halda að þingmenn væru nú „ekkert svo slæmir“ þegar uppi er staðið.

„Ég óska þess að við getum haldið áfram að rækta hér góða vináttu milli okkar þingmanna, burt séð frá pólitískum ágreiningi, því það er heilbrigt að takast á um pólitík,“ sagði hún.

Lauk Lilja Rafney máli sínu með því að leggja það til að kvótakerfið verði lagt niður í þeirri mynd sem það er nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert