Vigdísi fagnað í miðborginni

Fjöldi fólks var saman kominn á Arnarhóli í kvöld.
Fjöldi fólks var saman kominn á Arnarhóli í kvöld. mbl.is/Þórður

Fjöldi fólks er nú saman komin í miðbæ Reykjavíkur þar sem því er fagnað að nú eru liðin 35 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands undir yfirskriftinni Þjóðin sem valdi Vigdísi. Hefst dagskráin klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Rúv.

Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis flytur opnunarræðu, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Jón Kalman Stefánsson halda hátíðarræður með óhefðbundnu sniði, leikið verður atriði úr sýningunni Leitin að Jörundi - sápuóperu um Hundadagakonung. Hjörleifur Hjartarson flytur brot í bundnu máli úr Sögu þjóðar auk fjölda annarra dagskrárliða. 

Þá verður einnig fjöldi tónlistaratriða. Palle Knudsen frá Danmörku og Ylva Kihlberg frá Svíþjóð flytja dúett Papagenos og Papagenu úr Töfraflautu Mozarts, hljómsveitin Baggalútur verður með óvænt innlegg, Samaris flytur tónlist innblásna af menningararfi þjóðarinnar. 

Einnig verður frumflutt lagið Vigdís eftir Má Gunnarsson, 15 ára tónlistarmann. 

Skiplag hátíðarhaldanna er í höndum Alþingis, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, skógræktar- og landgræðslufélög auk fleiri annarra stofnana og félagasamtaka. 

mbl.is/Þórður
mbl.is/Þórður
mbl.is/Þórður
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka