Skátastuð á Heimsmóti í Japan

Íslensku skátarnir hlakka Heimsmótsins.
Íslensku skátarnir hlakka Heimsmótsins. Ljósmynd/Birgir Ómarsson

Á morgun heldur hópur skáta á aldrinum 14-20 ára á Heimsmót skáta sem haldið verður í Japan en mótið er haldið fjórða hvert ár. Þar koma saman yfir 30 þúsund skátar allsstaðar að úr heiminum en reiknað er með að yfir 120 þjóðir sendi skáta á mótið. Íslensku skátarnir eru 80 og hefur undirbúningur staðið á annað ár sem felst m.a. annars í því að undirbúa sig undir að hitta ólíka menningarheima, tjalda og eldamennsku enda þurfa krakkarnir sjálfir að sjá um þau mál. Ferðalagið stendur yfir í þrjár vikur og munu skátarnir ferðast um Japan að loknu móti. 

„Skátahreyfingin er mikil friðarhreyfing og stór hluti dagskrárinnar tengist friði og hvernig menn geta unnið saman. Fordómar búa til ófrið. Þarna læra menn að umgangast hver aðra. Menn þurfa að skilja hvern annan og sýna umburðarlyndi. Þarna fá okkar krakkar að kynnast ólíkum trúarbrögðum og menningu,“ segir Birgir Ómarsson, fararstjóri íslensku skátanna, við mbl.is.

„Í ágúst eru 70 ár síðan kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki og það verður hluti af dagskrá mótsins, áherslan á friðinn og hvað hægt er að læra af þessu.“ Birgir segir skátahreyfinguna leggja mikla áherslu á tvennt. „Við leggjum áherslu á frið og umhverfismál. Hvernig getum við gengið um jörðina án þess að skilja hana eftir í slæmu ástandi. Dagskráin í Japan tengist þessum tveimur þáttum.“

Það er ekki á hverjum degi sem unglingar frá Íslandi fá tækifæri til að ferðast til Asíu og Birgir segir að það sé mikill spenningur í hópnum. „Þau hlakka mikið til ferðarinnar enda ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri gefst. Þau eiga eftir að vera í hálfgerðu gufubaði þarna, enda verður 27 stigi hiti á nóttunni og við gistum í tjöldum!“

Skátarnir munu ferðast um Japan að móti loknu.
Skátarnir munu ferðast um Japan að móti loknu. Ljósmynd/Birgir Ómarsson
Skátarnir munu gista í tjöldum í steikjandi hita.
Skátarnir munu gista í tjöldum í steikjandi hita. Ljósmynd/Birgir Ómarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka