Segir að nægur tími sé til stefnu

Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík. Bankastjórinn segir að stjórnendurnir …
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík. Bankastjórinn segir að stjórnendurnir séu alltaf til í að skoða málin. Orð séu til alls fyrst. mbl.is/Golli

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur að fólk hafi skilning á nauðsyn þess og hagræði af því, að koma höfuðstöðvum Landsbankans undir eitt þak.

Hann segir að nægur tími sé til stefnu, til þess að breyta ákvörðuninni um nýjar höfuðstöðvar, velji 98% eigenda bankans, ríkið, að gera það.

„Það er í fyrsta lagi eftir eitt og hálft ár, eða svo, sem framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar hefjast,“ segir Steinþór í samtali í Morgunblaðinu í dag um þá hörðu gagnrýni sem verið hefur uppi síðustu daga á áform Landsbankans um að reisa nýjar höfuðstöðvar á Hörpureitnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert