Greinir frá ákvörðuninni á morgun

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, hyggst greina frá því á morg­un hvort hún ætli að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins sem fer fram 23. til 25. októ­ber næst­kom­andi.

Þetta staðfest­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, aðstoðarmaður Ólaf­ar, í sam­tali við mbl.is

Fjöl­mörg fé­lög sjálf­stæðismanna hafa að und­an­förnu skorað á Ólöfu að gefa kost á sér í embættið.

Þannig skoraði Fé­lag sjálf­stæðismanna í Lang­holts­hverfi á Ólöfu að gefa kost á sér hinn 22. sept­em­ber sl., fund­ur full­trúaráðs og sjálf­stæðis­fé­laga á Seltjarn­ar­nesi sendi frá sér áskor­un hinn 29. sept­em­ber, fund­ur Sam­taka eldri sjálf­stæðismanna skoraði á Ólöfu hinn 30. sept­em­ber og sama dag sendu tíu for­ystu­menn inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir skoruðu á Ólöfu að gefa kost á sér til vara­for­mennsku.

Ólöf, sem var áður vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á ár­un­um 2010 til 2013, hef­ur ekki viljað tjá sig um áskor­an­irn­ar eða mögu­legt vara­for­manns­fram­boð í sam­tali við mbl.is.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir hætti við vara­for­manns­fram­boð 

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, til­kynnti í gær um að hún hygðist ekki bjóða sig fram til áfram­hald­andi setu sem vara­formaður á kom­andi lands­fundi í bréfi sínu til sjálf­stæðismanna. Áður hafði hún sagt í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 hinn 29. ág­úst sl. að hún ætlaði að sækj­ast eft­ir áfram­hald­andi setu.

Í gær skoraði al­menn­ur fé­lags­fund­ur í Sjálf­stæðis­fé­lag­inu Kára í Rangárþingi eystra á Unni Brá Kon­ráðsdótt­ur, alþing­is­mann, að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns á kom­andi lands­fundi.

Unn­ur Brá sagði í sam­tali við mbl.is í dag að aug­ljóst væri að hún þyrfti „að íhuga þetta“.

Frétt mbl.is: Hrærð og íhug­ar málið

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, ætlar ekki …
Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­um inn­an­rík­is­ráðherra, ætl­ar ekki að gefa kost á sér til áfram­hald­andi setu. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Skorað hefur verið á Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, að …
Skorað hef­ur verið á Unni Brá Kon­ráðsdótt­ur, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns á kom­andi lands­fundi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert