Háværar þrumur yfir Reykjavík

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Íbúar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa sumir hverj­ir orðið var­ir við þrum­ur yfir borg­inni í kvöld og mátti greini­lega heyra há­vær­ar þrum­ur í námunda við höfuðstöðvar mbl.is og Morg­un­blaðsins við Há­deg­is­móa.

Þá lét einnig íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík mbl.is vita af háværum þrumum yfir miðborginni, en til þessa er ekki vitað til að ljósleiftur hafi sést á himni yfir borginni.

Uppfært klukkan 18:17

Eldingu sló niður í námunda við Bláfjallalínu, sem er ein af fáum loftlínum Orkuveitu Reykjavíkur, með þeim afleiðingum að henni sló út í fimm sekúndur. Varð því smávægileg rafmagnstruflun í kjölfarið. 

Uppfært klukkan 18:27

Fjölmargir hafa nú sett sig í samband við mbl.is og tilkynnt um ljósleiftur víða yfir borginni. Hefur meðal annars borist ábending um slíkt náttúrufyrirbrigði í námunda við Ártúnsbrekku í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og í Áslandshverfi í Hafnarfirði.

„Rétt áður en þrumurnar dundu yfir kom rosalegt ljósleiftur sem lýsti upp allt Áslandshverfið,“ sagði einn íbúi þar í samtali við mbl.is fyrir skömmu. Sagði hann einnig haglél hafa fallið til jarðar samhliða þessu. „Þetta var bara eins og í útlöndum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert