Ekkja mannsins „afskaplega glöð“

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Ekkja manns sem lést á Landspítalanum árið 2012 segist vera „afskaplega glöð“ að hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða hans hafi verið sýknaður í héraðsdómi í dag. Ingveldur Sigurðardóttir missti eiginmann sinn Guðmund Má Bjarnason fyrir þremur árum.

Fyrri frétt mbl.is: Ásta sýknuð af ákæru fyrir manndráp

„Ég er bara afskaplega glöð að hún var sýknuð. Ég hef aldrei nokkurn tímann ásakað þessa blessuðu konu,“ segir Ingveldur í samtali við mbl.is. Hún segir síðustu mánuði og ár hafa tekið mikið á og að erfitt sé fyrir hana að tala um málið. Ingveldur segir það þó gott að málinu sé lokið í héraðsdómi. Nú þarf bara að vona að málinu verði ekki áfrýjað til Hæstaréttar.

Eins og fram kemur á mbl.is var Landspítalinn einnig sýknaður í héraðsdómi í dag. 

Sak­sókn­ari fór fram á að hjúkrunarfræðingurinn Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir yrði dæmd í fjög­urra til sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða sak­ar­kostnað upp á 1,2 millj­ónir króna. Hún var ákærð fyrir manndráp af gáleysi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert