Jólakúlurnar kláruðust

Það gekk vel hjá Geitungunum að selja jólakúlurnar sínar í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Kúlurnar kláruðust en þær voru seldar í fjáröflun þeirra en Geitungarnir er verkefni þar sem ungt fólk með fatlanir fær stuðning á vinnumarkaðnum. mbl.is kíkti á Geitungana en verkefnið fór af stað í haust og er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar og Hafnarfjarðabæjar.

Árni Pétur Jónsson hefur verið í hlutverki fjölmiðlafulltrúa Geitunganna frá því í haust en hann heldur úti bloggi verkefnisins og við fengum hann í stutt spjall.

Hér má lesa bloggið hans Árna Péturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert