Liðsauki barst frá Reyðarfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Golli

„Við fengum frá þeim sjö manns á þremur bílum. Það er allt vel þegið og vel nýtt,“ segir Þórlindur Magnússon hjá Björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði í samtali við mbl.is. Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitarmönnum á Eskifirði vegna lægðarinnar sem gengur yfir landið. Allur mannskapur sveitarinnar hefur verið nýttur og kom liðsauki frá Reyðarfirði.

„Staðan er bara slæm. Smábátahöfnin er að hluta til brotin upp og þar liggja bátar undir skemmdum. Það eru farnar hérna smábátabryggjur í útbænum og þök og klæðningar að fjúka af húsum,“ sagði Þórlindur við mbl.is í morgun og ennfremur spurður um veðrið: „Það er í einu orði sagt stjörnuvitlaust. Mér sýnist á útköllum björgunarsveita að þetta sé einna verst hjá okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert