Fyrst talið að tveggja væri saknað

Maðurinn fannst látinn við Skógarnes á Snæfellsnesi.
Maðurinn fannst látinn við Skógarnes á Snæfellsnesi. mbl.is/RAX

Bíll ferðamannsins sem fannst látinn við Löngufjörur á Snæfellsnesi í gær hafði verið þar í sólarhring. Maðurinn fannst skammt frá bílnum en ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Í tilkynningu sem barst frá Landsbjörgu til fjölmiðla rétt eftir klukkan fimm síðdegis í gær kom fram að tveggja erlendra ferðamanna væri saknað. Allar björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út, auk sporhunda og stjórnstöðvarbíls af höfuðborgarsvæðinu. Skila átti bílaleigubílnumí gær.

Aðeins var þó um einn ferðamann að ræða en búnaður sem fannst í bílnum var talinn benda til þess að þeir væru tveir. Ekki er hægt að greina frá nafni og þjóðerni hins látna að svo stöddu.  

Frétt mbl.is: Ferðamaðurinn fannst látinn

Frétt mbl.is: Ferðamaður fundinn við Löngufjörur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert