Þrír með beinbrot og önnur meiðsl

Þyrla Ólafs Ólafssonar eftir að hún brotlenti fyrir austan fjall …
Þyrla Ólafs Ólafssonar eftir að hún brotlenti fyrir austan fjall í kvöld. Einn annar Íslendingur var í þyrlunni og þrír útlendingar. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír af þeim fimm sem slösuðust í þyrluslysi á Hengilssvæðinu í kvöld hafa verið lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi með beinbrot og önnur meiðsl.

Hinir tveir sem voru í þyrlunni verða undir eftirliti í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.

Þrír útlendingar voru um borð í þyrlunni og tveir Íslendingar. Mbl.is hefur áður greint frá því að annar Íslendinganna hafi verið Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert