Mánaðarlaun 1.221 þúsund

Hugmynd að nýjum Landspítala.
Hugmynd að nýjum Landspítala.

Kjararáð úrskurðaði sl. fimmtudag að mánaðarlaun framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. skyldu vera 864.075 krónur.

Um er að ræða nýtt starf og því þurfti kjararáð að úrskurða um hver laun framkvæmdastjóra skyldu vera, áður en gengið verður frá ráðningu í stöðuna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu má búast við að viðtöl við umsækjendur hefjist í þessari viku, en þeir munu vera ellefu talsins.

Í ákvörðunarorði kjararáðs um laun framkvæmdastjórans kemur fram að að auki skuli greiða honum 40 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgir. Eining er 1% af launaflokki 502-136, eða 8.934 krónur. Þetta gera 357 þúsund krónur á mánuði og verða heildarlaunin því 1.221 þúsund krónur á mánuði. Einingar greiðast alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi. „Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert