Veggjalús í húsnæði hælisleitenda

Veggjalús.
Veggjalús. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Veggjalús hefur fundist í móttökumiðstöð útlendingastofnunar við Bæjarhraun 16 í Hafnarfirði.

Húsið er fyrsti viðkomustaður hælisleitenda við komuna til Íslands og því er möguleiki á að lúsin hafi borist í önnur búsetuúrræði.

Veggjalús kemur sér fyrir við svefnstaði fólks og skríður fram að næturlagi. Nærist hún á blóði fórnarlamba sinna og valda bit hennar útbrotum.

Hér á landi lifir hún eingöngu í upphituðu, þurru húsnæði. Alþekkt er að hún berist með mönnum og vel þekkt er að hún búi um sig í hótelherbergjum og á sambærilegum stöðum.

Að sögn Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa stofnunarinnar, verður gripið til aðgerða vegna þessa eins fljótt og auðið er, en búast má við að aðgerðirnar verði nokkuð umfangsmiklar og valdi róti hjá hælisleitendunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert