Munu rýma Bæjarhraun

Bæjarhraun 16. Hælisleitendur dvelja í húsinu fram í næstu viku.
Bæjarhraun 16. Hælisleitendur dvelja í húsinu fram í næstu viku. mbl.is/Styrmir Kári

Ljóst er að rýma þarf húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði vegna veggjalúsar sem varð þar vart í síðustu viku.

Það mun taka „einhverja daga“ fyrir meindýraeyði að útrýma lúsinni, segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, Í Morgunblaðinu í dag.

Samþykkt var á borgarráðsfundi í Reykjavíkurborg í fyrradag að leigja Útlendingastofnun tímabundið húsnæði í Víðinesi sem áður hýsti hjúkrunarheimili og er í eigu borgarinnar. Að sögn Þórhildar tekur nokkurn tíma að fá leyfi til starfseminnar, m.a. frá slökkviliði og heilbrigðiseftirliti, og er það ástæða þess að húsnæðið verður ekki tekið í notkun strax.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert