Telur VG þurfa tíma

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ragnar Axelsson

Það er nokkuð ljóst að innan VG er til staðar áhugi á slíku samstarfi en þeir áhugamenn þurfa tíma til að vinna bakland flokksins á sitt mál,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag.

Þar gerir Styrmir að umtalsefni sínu ummæli Steingríms J. Sigfússonar, oddvita Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi formanns flokksins, í Morgunblaðinu í dag.

Frétt mbl.is: Telur VG ekki geta skellt í lás fyrir fram

Steingrímur sagði VG hafa talað skýrt fyrir samstarfi til vinstri en ekki væri ábyrgt að loka dyrum í þeim efnum að hans mati. „Sem annar stærsti flokkur landsins og ábyrgt stjórnmálaafl getum við ekki skellt í lás á fyrir fram ákveðna flokka í stjórnarmyndunarviðræðum,“ sagði hann.

„Með þessum ummælum er Steingrímur J. augljóslega að leggja sína lóð á vogarskálina til að greiða fyrir því að af samstarfi VG og Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn geti orðið. En hann segir réttilega að stjórnarmyndun geti tekið tíma,“ segir Styrmir.

Þessar aðstæður yrðu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að skilja og fyrir vikið ekki flýta sér um of. „Það skiptir mestu máli að það takist að koma á traustu stjórnarsamstarfi og vika eða vikur til eða frá skipta ekki máli í því sambandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka