Telur VG ekki geta skellt í lás fyrir fram

Þingmenn Vinstri Grænna ræða niðurstöður kosninganna.
Þingmenn Vinstri Grænna ræða niðurstöður kosninganna.

„Sem annar stærsti flokkur landsins og ábyrgt stjórnmálaafl getum við ekki skellt í lás á fyrir fram ákveðna flokka í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi formaður flokksins.

Í yfirstandandi viðræðum hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rætt við formenn allra flokka. Þau Bjarni og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, töluðu saman síðastliðinn fimmtudag.

„Við höfum auðvitað talað mjög skýrt fyrir samstarfi til vinstri og alveg eins og ég mæti á þennan fund erum við alltaf tilbúin að hlusta,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is fyrir helgina. Steingrímur J. Sigfússon segist í Morgunblaðinu í dag vera í öllu sammála þeim sjónarmiðum sem Katrín Jakobsdóttir hefur sett fram eftir kosningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert