Dagur vottar samúð sína

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Bill de Blasio, borgarstjóra New York, samúðarskeyti vegna árásarinnar í borginni í gær þegar átta létu lífið og ellefu særðust.

Samúðarskeytið er svohljóðandi á íslensku:

„Kæri borgarstjóri,

Fyrir hönd allra Reykvíkinga vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað í New York í gær.

Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum New York og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa miskunnarlausa ofbeldis. Borgir heimsins standa sameinaðar gegn slíkum hryðjuverkum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka