Upphæðirnar gefa sýn í undirheimana

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur …
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur Euromarket, meðal þeirra fjármuna sem lagt var hald á. mbl.is/Eggert

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir það mikla magn fjár og fíkniefna sem lögreglan á Íslandi lagði hald á við handtöku á þremur Pólverjum sem grunaðir eru um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti sýna hversu stór fíkniefnamarkaðurinn er orðinn hér á landi.

„Þetta gefur til kynna að neyslan sé orðin mjög mikil hér á landi. Þessi efni virðast eiga sér fótfestu hérna og það virðist vera talsverð eftirspurn eftir þeim – kannski meiri en maður gerði sér grein fyrir áður,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið.

Hann bendir á að málið sýni að ekki sé lengur einungis um einhvers konar jaðarhópa að ræða heldur gefi magnið til kynna að efnin séu einnig notuð af hinum „venjulega borgara“. „Neyslan er umfangsmikil, ekki eingöngu meðal þessara jaðarhópa heldur er hún einnig að ná inn í raðir hins venjulega borgara. Neysla fíkniefna er því orðin hluti af vímuefnaflórunni í skemmtanalífi fólks hér á landi,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert