Hraunið við Fagradalsfjall margfalt minna en Holuhraun

Hraunið við Fagradalsfjall er svipað að stærð og hraunin sem …
Hraunið við Fagradalsfjall er svipað að stærð og hraunin sem runnu á Fimmvörðuhálsi og í Gígjökli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert samanburð á hraungosum sem orðið hafa hér á landi síðasta aldarfjórðunginn.

Í færslu sem Jarðvísindastofnun birti á Facebook fyrr í dag má sjá hraunin sem urðu til í gosunum í Heklu árið 2000, Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli 2010 og Holuhrauni á árunum 2014-2015. Hraunið sem myndast hefur við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð er sýnt með rauðum lit og er það eina hraunið sem er sett niður á réttan stað á kortinu.

„Eins og sjá má hefur gosið við Fagradalsfjall, mánuði eftir að það hófst, myndað hraun sem er svipað að stærð og umfangi og hraunin sem runnu á Fimmvörðuhálsi og í Gígjökli í Eyjafjallajökli 2010. Hraunin úr Heklu árið 2000 eru miklu stærri enda að hluta í bröttum hlíðum þar sem þau eru mjög þunn. Öll eru hraunin þó lítil miðað við Holuhraun,“ segir á vef Jarðvísindastofnunar.

Þá segir að vegna nálægðar gossins í Fagradalsfjalli við byggð sé lögð áhersla á að meta stærð, þróun og hraunrennsli eins og vel og kostur er.

Frekari upplýsingar eru að finna á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sem betur fer eru ekki öll eldgos jafnstór og Holuhraun, sem varð til á sex mánaða tímabili 2014-2015. Hér setjum við...

Posted by Jarðvísindastofnun Háskólans on Þriðjudagur, 20. apríl 2021
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert