Heildartjón nemur hundruðum milljóna

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Áætla má út frá upplýsingum sem fengist hafa frá tryggingafélögum og Landsneti að á annað hundrað einstaklingar og fyrirtæki hafi orðið fyrir tjóni í óveðrinu í vikunni og tjónið geti numið nálægt tvö hundruð milljónum króna. Ekki er útséð með öll tjón. Í óveðrunum það sem af er ári má ætla að mörg hundruð tjón hafi orðið og þau kosti hundruð milljóna króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sjóvá og Vörður hafa fengið tilkynningar um rúmlega 30 tjón, hvort félag, í óveðrinu í vikunni og TM á annan tug tilkynninga. Forsvarsmenn allra félaganna taka fram að fleiri tjónstilkynningar eigi eftir að berast. „Að fenginni reynslu skila tjónstilkynningar eftir óveður sér ekki alltaf strax. Það má gera ráð fyrir að tilkynningar haldi áfram að berast næstu vikurnar þegar fólk getur skoðað eignir sínar,“ segir Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri eignatjóna hjá Sjóvá.

Flestar tilkynningarnar hjá Verði eru vegna vatnstjóns og ýmiss konar foktjóns tengdum fasteignum og eru því tilkynntar í húseigendatryggingar. Einnig eru dæmi um ferða- og forfallatjón. Hrefna Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá Verði, segir að skráð hafi verið samtals um 30 tjón tengd óveðrinu í vikunni og jafn mörg í storminum 7. febrúar. Ætla megi að tjónin hlaupi á tugum milljóna samtals. Stærsta einstaka tjónið sé um 25 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert