Ekki hægt að fresta „út í hið óendanlega“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það af og frá að fresta þurfi samgöngubótum þar til betur árar. Ljóst sé að samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu geti ekki beðið út í hið óendanlega.

„Það liggur alveg fyrir, og hefur gert um töluverða hríð, að það þurfti að fara yfir samgöngusáttmálann. Meðal annars það að einstaka framkvæmdir eru metnar dýrari en áður og líka vegna almennrar verðþróunar þar sem allt er dýrara en áður,“ segir Katrín í samtali við mbl.is að loknum ríkisráðsfundi í dag. 

Hún segir að setjast þurfi yfir málin með haustinu þar sem skoðað verður hvaða leiðir eru í boði þegar stöðumat hefur farið fram.

„Þá munu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga leggjast yfir það hvaða leiðir eru færar,“ segir Katrín.

Katrín spjallaði við mbl.is að loknum ríkisráðsfundi. Sigurð Inga Jóhannsson …
Katrín spjallaði við mbl.is að loknum ríkisráðsfundi. Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra vantar á myndina vegna veikinda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sumt vanáætlað 

„Samgönguframkvæmdum verður ekki frestað á höfuðborgarsvæðinu út í hið óendanlega. Ekki frekar en annars staðar á landinu,“ segir Katrín.

Spurð hvort ekki hafi legið lengi fyrir að kostnaður yrði hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir þá segir Katrín vissulega að legið hafi fyrir að sumt hafi verið vanáætlað en annað kosti einfaldlega meira en þegar áætlanir voru gerðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert