„Fólk sá ekki ástæðu til að mennta sig“

Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru æskuvinir og ólust upp …
Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru æskuvinir og ólust upp í Keflavík þegar varnarliðið hafði enn mikil áhrif á samfélagið. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Það er kannski staðreynd sem gleymist er að varnarliðið var greiða mjög há laun,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, er rætt er um hvernig menntunarstigið hefur hækkað og samfélagið þróast á Suðurnesjum. 

„Fólk sá enga ástæðu til að fara mennta sig meira, margir voru á svo fínum launum. Mjög margir hættu að vinna á hádegi á föstudögum sem dæmi, það voru margir kostir og varnarliðið var mjög góður vinnuveitandi,“ heldur Páll áfram og rekur áhrif hersins á samfélagið í Keflavík og Njarðvík. 

Páll er, ásamt æskuvini sínum, Kjartani Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar, gestur í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins.

„Þú þurftir ekki þannig séð, í þorra starfa hjá varnarliðinu, einhverja mikla menntun eða einhverja háskólamenntun. Það var ekki gerð krafa um það því af því að varnarliðið eins og herir almennt gera, þjálfa sitt fólk eftir sinni hugmyndafræði og í sínum verkum,“ segir Kjartan.

Mikið áunnist  

Tímarnir hafa breyst og herinn fór árið 2006. Páll og Kjartan segja brotthvarf hersins hafa haft mikil áhrif.

„Það hefur verið unnið mikið í því að auka og bæta menntunarstigið, bæði með stofnun fjölbrautarskólans,“ segir Kjartan og nefnir einnig stofnun Keilis. 

„Það hefur gríðarlega mikið áunnist í þessum málum og menntunarstigið er orðið miklu betra,“ segir Kjartan.

Páll tekur undir það og segir að það sem hafi líka breyst er að nú eru fyrirtæki á svæðinu sem vilja ráða fólk með ákveðna háskólamenntun. Nú fari því fólk í háskólanám og á kost að flytja aftur til Reykjanesbæjar. 

Þátturinn er aðgengilegur á Spotify og í spilaranum hér að neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert