Láta vita ef hætta stafar af starfsemi

Mikil umræða hefur spunnist um starfsemi heilbrigðiseftirlitsins í kjölfar fordæmalausrar …
Mikil umræða hefur spunnist um starfsemi heilbrigðiseftirlitsins í kjölfar fordæmalausrar aðgerðar matvælaeftirlitsins á matvælalager í Sóltúni 20. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tóm­as G. Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, seg­ir það al­veg ör­uggt að heil­brigðis­eft­ir­litið bregðist við með viðeig­andi hætti í aðstæðum sem metn­ar eru hættu­leg­ar eða heilsu­spill­andi al­menn­ingi. 

Blaðamaður ræddi við Tóm­as og Óskar Ísfeld Sig­urðsson, deild­ar­stjóra mat­væla­eft­ir­lits hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, um eft­ir­lit og heim­ild­ir heil­brigðis­eft­ir­lits­ins.

Til­drög viðtals­ins er sú umræða sem skap­ast hef­ur í kringum aðgerðir lög­reglu frá því á þriðju­dag­inn í síðustu viku þegar lög­regl­an gerði hús­leit á veit­inga­stöðum og gisti­heim­il­um í eigu Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le

Um er að ræða aðgerðir sem tengja má við for­dæma­laus­ar aðgerðir mat­væla­eft­ir­lits­ins frá því í lok sept­em­ber í fyrra þegar mat­væla­eft­ir­lit heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur lagði hald á nokk­ur tonn af mat­væl­um sem geymd voru við óheil­næm­ar aðstæður á mat­vælala­ger í Sól­túni 20, en um­rædd­ur mat­vælala­ger var í eigu Davíðs, sem jafn­framt er eig­andi Wok on og Pho Vietnamese.

Gátu ekki tengt matvæli beint við lagerinn

Hvað mat­vælala­ger­inn í Sól­túni varðar segja Tóm­as og Óskar að honum hafi verið lokað og ljóst að nýr mat­vælala­ger sé ekki í upp­bygg­ingu þar. 

Aðspurður seg­ir Óskar að heil­brigðis­eft­ir­litið hafi farið í eft­ir­lit á þá staði sem tald­ir voru tengj­ast eig­anda mat­vælala­gers­ins. Bæði á þessu ári og strax í kjölfar aðgerða mat­væla­eft­ir­lits­ins. 

Hef­ur ykk­ur tek­ist að sanna að mat­væl­in sem fund­ust í kjallaranum hafi verið notuð til mat­reiðslu á þess­um veit­inga­stöðum?

„Okk­ur hef­ur ekki tek­ist að sanna það. Við fund­um ekki nein mat­væli, á nein­um veit­inga­stöðum, sem voru með ná­kvæm­leg sama lot­u­núm­eri þannig að við gát­um ekki tengt það beint við lag­er­inn.“

Tómas og Óskar segja ljóst að nýr mat­vælala­ger sé ekki …
Tómas og Óskar segja ljóst að nýr mat­vælala­ger sé ekki í upp­bygg­ingu í Sóltúni 20. Ljós­mynd/​Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur­borg­ar

Segja gengi lengra hér en í öðrum löndum

Óskar útskýrir að heilbrigðiseftirlitið hér á landi hafi ekki einungis eftirlit með veitingastöðum, heldur jafnframt skól­um, rak­ara­stof­um, versl­un­um, gististöðum og annarri leyf­is­skyldri starf­semi. Um sé að ræða eft­ir­lit sem ekki er þekkt annars staðar. 

„Okk­ar kerfi geng­ur í raun og veru lengra en flest önn­ur kerfi að því leyti að þetta er ekki bara mat­væla­fyr­ir­tæki þetta er holl­ustu­hátta- og meng­un­ar­fyr­ir­tæki líka,“ út­skýr­ir Tóm­as. 

Spurðir hvort heilbrigðiseftirlitinu skorti heimildir til að bregðast við þegar niðurstaða eft­ir­lits er með þeim hætti að veit­ingastaður upp­fyll­ir ekki kröf­ur heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, svarar Tómas því til að heilbrigðiseftirlitinu skorti ekki heimildir, en það þurfi að sjálfsögðu að fylgja stjórnsýslulögum hvað varðar meðalhóf og andmælarétt. 

Þá útskýrir Óskar að sá heil­brigðis­full­trúi sem sinn­ir eft­ir­liti á hverj­um stað meti heild­ar­ein­kunn í lok heim­sókn­ar­inn­ar út frá þeim frá­vik­um sem um ræðir hverju sinni. 

„Komi í ljós eitt­hvað sem að varðar al­var­legt brot, til að mynda á mat­væla­lög­gjöf­inni, þá vís­um við raun­veru­lega fyrst til ábyrgðar stjórn­end­anna sem bera ábyrgð á starf­sem­inni. Sam­kvæmt matvælalöggjöfinni ber þeim að grípa til aðgerða,“ seg­ir Óskar. 

Mikið þarf til svo starfsemi sé stöðvuð

Spurður hvað stjórn­end­ur fá lang­an tíma til að grípa til aðgerða komi í ljós brot gegn matvælalöggjöfinni svar­ar Óskar því til að ef brotið varði ör­yggi al­menn­ings þá sé taf­ar­laust gripið til aðgerða. 

„Þá er viðkom­andi aðila bent á skyld­ur sín­ar sem slík­ar eða upp­lýst­ur um þær,“ seg­ir Óskar og út­skýr­ir að viðkom­andi aðili geti ekki hafið starf­semi sína á ný fyrr en heil­brigðis­eft­ir­litið hef­ur farið á staðinn aft­ur. 

„Ef það er búið að bæta úr þess­um bráðustu frá­vik­um, sem eru al­var­leg­ust, þá fær viðkom­andi að hefja starf­sem­ina á ný.“  

Hvaða frá­vik eru það sem gæti átt eft­ir að bæta úr? 

„Það get­ur verið ým­is­legt,“ seg­ir Óskar og nefn­ir sem dæmi að viðkom­andi fyr­ir­tæki gæti átt eft­ir að þrífa háf bet­ur eða bæta aðstöðu starfsmanna.

„Það er fjöldi atriða sem er ekki met­inn þannig að þau varði ekki hættu al­menn­ings.“

Sé eitthvað hættulegt eða heilsuspillandi er brugðist við 

Að undanförnu hefur umræða skapast um þann tíma sem líður frá því heilbrigðiseftirlitið fer í eftirlit og þar til upplýsingar um niðurstöðu eftirlitsins liggja fyrir og eru aðgengilegar almenningi.

Sem dæmi útskýrir Tómas í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag að það taki mis­lang­an tíma að ganga frá hverri skýrslu. Segir hann það fara eft­ir um­fangi fyr­ir­tæk­is­ins og skýrsl­unn­ar, auk þess sem fyr­ir­tæk­in fá fjór­tán daga and­mæla­rétt sam­kvæmt lög­um til að gera at­huga­semd­ir við skýrsl­una.

Spurður hvort almenningur megi treysta því að vera látinn vita ef hætta stafar af starfsemi svarar Óskar: 

„Við látum ekki vita til almennings ef viðkomandi staður hefur lokað sjálfur, þá erum við ekki að láta almenning vita því þá er engin hættuleg starfsemi í gangi.“

Komi upp mál þess eðlis að almenningur þurfi að vera látinn vita af því, til að mynda ef tiltekin hættuleg matvæli eru í dreifingu, getur fyrirtækið sem ber ábyrgð á gallanum tekið frumkvæði um að tilkynna um það. „Geri þeir það ekki þá ger­ir heil­brigðis­eft­ir­litið það,“ segir Óskar. 

Við þetta bæt­ir Tóm­as: „Þú get­ur verið al­veg viss um það að ef við kom­um í eft­ir­lit og met­um að eitt­hvað sé hættu­legt að heilsu­spill­andi þá er brugðist við. Slíkt fær ekki að viðgang­ast, það er farið í aðgerðir.“

Almenningur getur verið viss um að heilbrigðiseftirlitið bregst við ef …
Almenningur getur verið viss um að heilbrigðiseftirlitið bregst við ef eitthvað er metið hættulegt eða heilsuspillandi að sögn Tómasar. Ljós­mynd/​Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur­borg­ar

Reyna að gera kerfið skýrara

Þá snú­um við okk­ur aft­ur að aðgengi bæði al­menn­ings og ann­ara að niður­stöðum úr eft­ir­liti Heilbrigðiseftirlits Reykja­vík­ur. 

Ég átta mig á því að þess­ar upp­lýs­ing­ar eru vænt­an­lega mjög aðgengi­leg­ar á vefnum ykk­ar, en á ég sem neyt­andi ekki að geta treyst því þegar ég geng inn á stað að hann stand­ist kröf­ur heilbrigðiseftirlitsins án þess að þurfa að fletta staðnum upp. Þarf neyt­and­inn ekki að sjá ein­kunn staðar­ins með skýr­ari hætti? 

„Aft­ur minni ég á að okk­ar niður­stöður eru víðtækari held­ur en niður­stöður flestra annarra þjóða, við birt­um fyr­ir all­ar eftirlitsskyldar stofn­an­ir inni á vefnum okk­ar,“ seg­ir Óskar en bæt­ir við að Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur sé oft að horfa til þess hvernig bæta megi kerfið. 

Hvort sem það yrði gert með því að lyfta upp­lýs­ing­um um niður­stöður heil­brigðis­eft­ir­lits­ins ofar á vefnum eða með því að birta ein­kunn allra fyr­ir­tækja sem heil­brigðis­eft­ir­litið hef­ur eft­ir­lit með við inn­gang þeirra eins og þekkt er víðs vegar um heim. 

„Þetta eru sjón­ar­mið sem við erum að skoða og við erum stöðugt að leita tæki­færa til að gera þetta skýr­ara fyr­ir al­menn­ing,“ seg­ir Óskar. 

Ekki úti­lokað að eft­ir­litið verði tekið lengra 

Spurðir hvort út­lit sé fyr­ir breyt­ing­ar þess efn­is að einkunnir verði birt­ar við inn­gang fyr­ir­tækja, líkt og tíðkast víða erlendis, svar­ar Óskar því til að horft hafi verið til þess en ekki sé ljóst hvort heil­brigðis­eft­ir­litið hafi heim­ild til þess. 

Þá seg­ir hann mis­mun­andi skoðanir á um­ræddu fyr­ir­komu­lagi í sam­fé­lag­inu. „Það eru aðilar sem telja að eft­ir­liti sé ofaukið og of mikið og myndu telja þetta íþyngj­andi, en það eru ábyggi­lega mörg sjón­ar­mið í þessu sem þarf að taka til­lit til.“

Tóm­as árétt­ir jafn­framt að um sé að ræða ákvörðun sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tek­ur ekki eitt. 

„Við telj­um nú­ver­andi kerfi líka vera bara mjög gott, ganga lengra en í nán­ast öll­um lönd­um sem við þekkj­um til. Allt aðgengi sem fólk hef­ur í gegn­um vefinn telj­um við vera mjög gott en það er ekki úti­lokað að þetta verði tekið enn þá lengra.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert