Mælist með 2,1% fylgi: Hyggst grípa til aðgerða

Steinunn Ólína mælist með 2,1% fylgi í könnun Prósents sem …
Steinunn Ólína mælist með 2,1% fylgi í könnun Prósents sem unnin var fyrir mbl.is og Morgunblaðið. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið

„Ég er mjög ánægð með þetta jafna 2% fylgi sem mér finnst endurspegla það að enn hefur í framboði mínu ekki verið neinu til kostað og ég held að það skýri að einhverju leyti þessa 2% tölu. En hún er alveg eins og ég átti von á eiginlega.“

Þetta segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við mbl.is.

Í könnun Prósents sem kom út í morgun mældist Steinunn með 2,1% fylgi.

Segist ekki stunda hefðbundna kosningabaráttu

Steinunn hyggst ferðast um landið á næstu dögum og vikum til að reyna auka fylgið sitt. Hún kveðst ekki reka hefðbundna kosningabaráttu og telur mikilvægt að hitta fólk á ólíkum slóðum svo að hún geti kynnst samfélögum sem hún þekkir lítið til.

„Ég verð náttúrulega að grípa til aðgerða til að keyra upp fylgið með auglýsingum og svo er ég að ferðast um landið. Ég er ekki að stunda hefðbundna kosningabaráttu þar sem ég held stórar kosningavökur heldur er ég að hitta heimafólk í eins mörgum byggðum og ég sé mér fært að komast yfir fram að kosningum,“ segir Steinunn.

Í þessari viku er hún að fara í heimsóknir á Vesturlandi og um helgina fer hún á Vestfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka