Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd þess ákvað á fundi sínum í dag að vísa viðræðum um endurnýjun kjarasamninga Sameykis og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.

Fram kemur í tilkynningu, að samningsaðilar hafi fundað í kjaradeilunni síðan í febrúar og telja fulltrúar samninganefndar Sameykis fullreynt að ná samkomulagi milli aðila án milligöngu ríkissáttasemjara.

Þá segir, að Sameyki hafi lagt fram kröfugerð í febrúar.

Félagsfólk sem samið verður fyrir telur um 4.500 sem starfa hjá ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka