Móðirin ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex …
Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúar er grunuð um að hafa ráðið syni sínum bana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið sex ára syni sínum að bana á Ný­býla­vegi.

Konan er annars vegar ákærð fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi, og hins vegar tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi.

Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í dag en frestur til að gefa út ákæru átti að renna út á fimmtudag.

Setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok janúar

Kon­an, sem er fimm­tug og af er­lend­um upp­runa, hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan í lok janúar. 

Kon­an bjó á Ný­býla­vegi ásamt tveim­ur börn­um sín­um. Faðir barn­anna býr einnig á Íslandi en er bú­sett­ur ann­ars staðar.

Þau njóta alþjóðlegr­ar vernd­ar á Íslandi en hafa verið bú­sett hér á landi á fjórða ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka