Myndskeið: Stórt snjóflóð féll í Hestfirði

Stórt snjóflóð féll á veginn í Hestfirði í gærkvöldi og urðu nokkrar tafir á umferð um Ísafjarðardjúp af þeim sökum.

Flóðið fór yfir veginn og reif með sér vegrið sem þar var. Flóðið var dýpst um tveir metrar og yfir 50 metra breitt þar sem það kom yfir veginn, að sögn Hauks Vagnssonar sem keyrði fram á snjóflóðið. Mildi þykir að enginn hafi orðið fyrir því.

Hann sendi meðfylgjandi myndskeið á mbl.is sem sýnir snjóflóðið.

Á annan tug bíla beið báðum megin við flóðið eftir að komast ferðar sinnar. Sumir biðu í á aðra klukkustund eftir að hjólaskófla frá Vegagerðinni kæmi frá Súðavík og að flóðinu til að hreinsa snjóinn af veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka