Tíu ökumenn sektaðir vegna nagladekkja

Ekki er heimilt að aka um á negldum hjólbörðum eftir …
Ekki er heimilt að aka um á negldum hjólbörðum eftir 15. apríl. Ljósmynd/Colourbox

Alls sektaði lögregla á lögreglustöð 1 tíu ökumenn frá því klukkan 17 í gær og fram til 5 í morgun vegna notkunar nagladekkja. 

Frá þessu er greint í dagbók lögreglu.

Óheimilt er að aka á negldum hjólbörðum eftir 15. apríl.

Ökumaður grunaður um skjalafals

Þá voru þó nokkrir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Þar á meðal var einn sem var einnig gripinn við þjófnað á skráningarmerkjum og skjalafals. Ekki var þó tekið fram í dagbókinni hvers eðlis skjalafalsið væri.

Þá var einn ökumaðurinn gripinn á stolinni bifreið. Ökumaðurinn og tveir farþegar voru vistaðir í fangageymslur vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka