Reistu tjaldbúðir án leyfis

Lögreglan var kölluð á vettvang.
Lögreglan var kölluð á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um einstaklinga sem höfðu tjaldað á grasi fyrir framan byggingu í Reykjavík.

Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist þarna vera stórt samkomutjald og að auki voru þar fimm svefntjöld. Lögreglan ræddi við forsvarsmenn tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjavíkurborg, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tóku sér sundsprett 

Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti var tilkynnt um ungmenni sem höfðu klifrað yfir grindverk og tekið sér sundsprett eftir lokun. Haft var samband við foreldra þeirra og þau upplýst um málsatvik.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um eld á svölum fjölbýlishúss í hverfi 200 í Kópavogi. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist einstaklingur vera að gera sér glaðan dag og kveikja upp í kolagrillinu sínu.

Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Bifreiðin færð í annað stæði

Tilkynnt var um innbrot í bifreið í hverfi 103 í Reykjavík. Einnig var búið að færa bifreiðina í annað bifreiðarstæði en ökumaður hafði lagt í. Ýmsum fatnaði var stolið úr bifreiðinni.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um einstakling sem var til vandræða í hverfi 105. Fram kom í tilkynningunni að hann hefði verið nokkuð árásargjarn í garð viðskiptavina og starfsmanna. Einstaklingnum var vísað út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert