Forsetaframbjóðendur í landsbyggðartúr

Baldur, Halla Hrund, Katrín og Jón er þau skiluðu inn …
Baldur, Halla Hrund, Katrín og Jón er þau skiluðu inn framboði sínu í Hörpu í gær. Jón Gnarr verður fyrsti viðmælandinn í landsbyggðartúrnum. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Í tilefni af yfirvofandi forsetakosningum leggja Morgunblaðið og mbl.is upp í landsbyggðartúr ásamt fræknum forsetaframbjóðendum sem náð hafa yfir tíu prósent fylgi í skoðanakönnunum.

Haldnir verða opnir umræðufundir í öllum landsfjórðungum á næstu vikum og hefst túrinn í kvöld á Ísafirði þar sem boðið verður til opins umræðufundar í Edinborgarhúsinu klukkan 19.30. 

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr verður aðalgestur fundarins.

Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson munu ræða við Jón um framboð hans til embættis forseta Íslands. Auk þess munu sérstakir álitsgjafar spá í spilin, sem að þessu sinni verða þau Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson. Einnig gefst gestum úr sal tækifæri á að beina spurningum til frambjóðandans. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Á Edinborg Bistro verða góð tilboð í gangi fyrir fundargesti á meðan á fundi stendur.

Dagskrá umræðufunda Morgunblaðsins og mbl.is næstu vikur er sem hér segir:

Edinborgarhúsið á Ísafirði 29. apríl kl. 19.30 - Jón Gnarr

Félagsheimilið Valaskjálf á Egilsstöðum 6. maí kl. 19.30 - Halla Hrund Logadóttir

Hótel Selfoss á Selfossi 14. maí kl. 19.30 - Baldur Þórhallsson

Græni hatturinn á Akureyri 20. maí kl. 19.30 - Katrín Jakobsdóttir

Taktu upplýsta ákvörðun um hvert þitt forsetaefni verður. Ekki missa af spennandi umræðu og frábærri stemningu í aðdraganda forsetakosninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert