Kastaði glerflösku í höfuð einstaklings

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Arnþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling eftir að hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að sá handtekni var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Fjórir handteknir vegna slagsmála

Tilkynning barst um slagsmál þar sem börn áttu í hlut. Gerendur voru farnir af vettvangi á bifreið er lögreglu bar að garði. Þeir voru þó handteknir skömmu síðar þegar lögreglumenn veittu bifreiðinni athygli.

Alls fjórir einstaklingar voru í bifreiðinni og voru þeir allir handteknir og fluttir á lögreglustöð. 

Sökum aldurs hinna handteknu er málið unnið með fulltrúum barnaverndar. Þeir voru látnir lausir eftir að rætt var við þá á lögreglustöð. 

Brotaþoli er ekki talinn mikið slasaður. 

Þá stöðvaði lögregla ökumann sem keyrði á 153 km/klst þar sem að leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert