„Ekkert tilefni til að fara í slíka umræðu“

Willum Þór segir að smitrakning vegna kíghósta gangi vel.
Willum Þór segir að smitrakning vegna kíghósta gangi vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af fjölda kíghóstasmita sem greinst hafa að undanförnu en segir sóttvarnarlækni vinna að vel að málinu. Hann segir enga ástæðu til að þvinga fólk til að fara í bólusetningu.

„Auðvitað hefur maður áhyggjur af því en það vill til að sóttvarnarlæknir hefur tekið þetta mjög föstum tökum og smitrakning gengur vel - að halda utan um þessi smit sem hafa komið upp,“ segir Willum Þór í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hefur kíg­hósti greinst hjá sautján ein­stak­ling­um og flest­ir þeirra sem hafa greinst eru af höfuðborg­ar­svæðinu.

Ekki tilefni til að skikka fólk í bólusetningu

Willum segir að það þurfi að skerpa á bólusetningum hjá aldurshópnum 4-14 ára, en segir aðspurður að það ætti ekki að skikka fólk í bólusetningar.

„Okkur hefur gengið mjög vel og tekist mjög vel til með bólusetningar á Íslandi, verið með hátt bólusetningarhlutfall. Þannig það er ekkert tilefni til að fara í slíka umræðu,“ segir Willum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert