Boðar Höllu Tómasdóttur í Spursmál

Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta Íslands öðru sinni. …
Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta Íslands öðru sinni. Hún hafnaði í öðru sæti árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins. Ljósmynd/Aðsend

Þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir mælist með yfir 10% í könnun Prósents fyrir Morgunblaðið hefur Stefán Einar Stefánsson, stjórnandi Spursmála boðað hana til viðtals. Verður hún gestur þáttarins næstkomandi föstudag.

Í upphafi kosningabaráttunnar var gefið út að þeir frambjóðendur sem mældust með 10% eða meira í könnunum yrðu kallaðir til viðtals í þættinum. Miklar sviptingar hafa orðið á fylgi frambjóðenda síðustu vikur og nýjasta könnunin sýnir að Halla Tómasdóttir hefur sótt verulega í sig veðrið og að því er virðist á kostnað þeirra þriggja sem leitt hafa í könnunum síðustu vikurnar. Þar er vísað til Höllu Hrundar Logadóttur, sem farið hefur með himinskautum í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt, Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra, Baldur Þórhallsson, prófessors í stjórnmálafræði og Jón Gnarr, leikara og fyrrum borgarstjóra.

Þau hafa nú þegar mætt til leiks í Spursmálum í viðtölum sem vakið hafa gríðarlega athygli. Viðtölin má öll nálgast hér á mbl.is, á Spotify og einnig á Youtube.

Samkvæmt nýjustu könnun Prósents eykur Halla Tómasdóttir fylgi sitt úr 5,1% í 12,5% milli vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert