Fundað næst á morgun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Alþingisgarðinum í gær …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Alþingisgarðinum í gær þar sem þeir ræddu við fjölmiðla. mbl.is/Árni Sæberg

Enginn fundur fer fram í dag á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag vegna myndun nýrrar ríkisstjórnar og verður dagurinn nýttur í aðra vinnu í tengslum við hana að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins.

Viðræður hafa staðið yfir á milli Sigmundar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, frá því á sunnudaginn og hefur verið fundað daglega fram til þessa. Hafa formennirnir ítrekað sagt að viðræðurnar gangi vel.

Spurður að því hvers konar vinna fari fram í dag segir Jóhannes að um sé að ræða hliðarvinnu, söfnun upplýsinga og undirbúning fyrir áframhaldandi viðræður. Áfram verði síðan fundað á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert