„Heilmikil hreyfing á fylginu“

Mikil sveifla er á fylgi flokkanna í aðdraganda kosninga 29. …
Mikil sveifla er á fylgi flokkanna í aðdraganda kosninga 29. október nk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er vís­bend­ing um að það er heil­mik­il hreyf­ing á fylg­inu,“ seg­ir Birg­ir Guðmunds­son dós­ent við fé­lags­vís­inda­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, spurður út í sveifl­ur á fylgi stjórn­mála­flokka í tveim­ur skoðana­könn­un­um sem gerðar voru með stuttu milli­bili. Í nýrri könn­un sem Frétta­blaðið, Stöð 2 og Vís­ir létu gera á mánu­dags­kvöld er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stærst­ur með 34,6% fylgi og Pírat­ar með 19,9%. Í könn­un MMR sem birt­ist á mánu­dag var fylgi Pírata mest eða 21,6% og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 20,6% fylgi. 

Birg­ir bend­ir á að könn­un MMR sé svo­kölluð „net­panel könn­un“ og er tek­in yfir lengra tíma­bil og svar­hlut­fallið er hátt. „Í þeirri könn­un næst ekki sú dæg­ur­sveifla sem kann að vera í því um­róti sem er núna.“

Frétta­blaðskönn­un­in er hins veg­ar „punkt­könn­un“ sem sýn­ir hita­stigið í póli­tík­inni akkúrat á þeim tíma sem hún er tek­in, að sögn Birg­is.

„Það er at­hygl­is­vert hvað það eru marg­ir óákveðnir í þeirri könn­un. Fólk er að gera upp hug sinn og þar af leiðandi myndi maður ætla að frammistaða og hvernig kosn­inga­bar­átt­an hjá flokk­un­um verður muni skipta gríðarlega miklu máli,” seg­ir Birg­ir.

Birgir Guðmundsson.
Birg­ir Guðmunds­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert